Greining á augnþurrki

Ferlið hjá Táralind er þrískipt. Fyrst er athugað hvort augnþurrkur er til staðar, síðan hversu alvarlegur þurrkurinn er, og að lokum er undirliggjandi orsök fundin. Þar sem augnþurrkur er margþættur sjúkdómur eru nákvæm próf gerð til að fá rétta greiningu.

Táralind notast við staðlaða spurningalista, hefðbundnar prófanir og tæknilega þróaðar rannsóknir við greiningu, í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar TFOS (Tear Film and Ocular Surface Society) . 

Spurningalistar

Táralind notar staðlaða spurningalista í greiningarferlinu. Listarnir kallast Ocular Surface Disease Index (OSDI) og McMonnies Questionnaire.

Hefðbundnar prófanir

Við notum hefðbundnar prófanir til að meta þurrk í augum, skerta táraframleiðslu og aukna uppgufun í tárafilmu. Til dæmis er blikkstarfsemi augans, sem og magn táravökvans og næmni hornhimnunnar, mæld. Einnig eru gerðar prófanir til að mæla uppgufun tára (tear break-up time) og táraframleiðslu. Hornhimnan er lituð með sérstökum litarefnum sem sýna hugsanlega þurrkubletti á yfirborði hennar og fitukirtlar augnlokanna eru skoðaðir.

Taralind prof

Ert þú með þurr augu?

Við höfum sett saman einfalt próf sem getur svarað því hvort þú sért með augnþurrk.
Taka prófið.

Taralind augnthurrkur

Hvað er augnþurrkur?

Augnþurrkur er ein algengasta ástæðan fyrir heimsóknum til augnlækna.
Lesa meira um augnþurrk.

lipidanalyser

Meibomsmyndataka

Meibomsmyndataka er nýjasta tæknin til að rannsaka útlit og þéttleika fitukirtlanna í augnlokunum. Fækkun kirtlanna er tengd vanstarfsemi þeirra.

Lípíðagreining

Greining á lípíðum er framkvæmd til að athuga þykkt olíunnar í tárafilmunni. Ef olíulagið er þunnt getur það þýtt að truflun sé á starfsemi Meiboms-fitukirtla.

lipidagreining

augnhár

Augnháramitill 

Teknar eru myndir af augnhárum til að meta hvarmabólgu og hvort offjölgun augnháramitla sé til staðar.

Hafðu samband og við aðstoðum þig

Starfsfólk Táralindar er með margra ára reynslu af meðhöndlun augnþurrks. 

Hringdu í okkur núna

577 1001

eða smelltu á hnappinn til að
senda fyrirspurn eða panta símtal.

Hafa samband