Augnþurrkur
Þurrkur í augum er afar útbreiddur sjúkdómur og raunar ein af algengustu ástæðum heimsókna til augnlækna og sjóntækjafræðinga. Augnþurrkur er margþættur sjúkdómur sem hefur neikvæð áhrif á yfirborð augans. Ástandinu fylgja óþægindi, sjóntruflanir og óstöðugleiki í tárafilmu, sem getur hugsanlega skaðað yfirborð augans. Því er brýnt að leita meðferðar um leið og augnþurrks verður vart.
Einkenni augnþurrks:
- Særindi eða verkur í augum
- Kláði
- Aukin ljósfælni
- Táraflæði
|
- Sveiflur í sjónskerpu
- Roði í augum
- Þreyta í augum
- Óþægindi við linsunotkun
|
|
Ert þú með þurr augu?
Við höfum sett saman einfalt próf sem getur svarað því hvort þú sért með augnþurrk. Taka prófið.
|
Tárafilman
Ysta lag augans er þakið tárafilmu sem viðheldur raka og nærir yfirborð augans. Tárafilman er samsett úr fitu (olíu), vatni og slími. Olían leggst yst á tárafilmuna og er framleidd í fitukirtlum í augnlokunum. Hún sléttar yfirborð tárafilmunnar og temprar uppgufun. Vatnið kemur úr tárakirtlunum og inniheldur m.a. kolvetni, prótein, súrefni og steinefni. Slímið er framleitt í bikarfrumum í slímhúð augans og bindur tárafilmuna við hornhimnuna. Tárafilman gufar sjálfkrafa upp af yfirborði augans. Það sem er umfram tæmist úr auganu í gegnum táragöng í augnlokunum og þaðan niður í nef.
Ítarefni
Gagnlegir hlekkir með ítarlegri upplýsingum um rannsóknir á augnþurrki og nýjustu meðferðarúrræði:
Hafðu samband og við aðstoðum þig
Starfsfólk Táralindar er með margra ára reynslu af meðhöndlun augnþurrks.